Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Föndur

Haustfrí | Þjóðsögur, föndur og furðulegheit á Hrekkjavökunni

Mánudagur 24. október 2022

Á Hrekkjavökunni er oft sagt að það sé styttra á milli heimanna, þá fara óhugnanlegar verur á stjá og allt getur gerst. Í tilefni Hrekkjavökunnar kemur Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur í heimsókn og segir okkur frá þessari spennandi hátíð og sögum og siðum sem tengjast henni. Þá verða líka sagðar nokkrar vel valdar íslenskar drauga- og tröllasögur. Eftir það geta öll sem vilja útbúið kertalukt sem má bæði nota sem hrekkjavökuskraut og til að bægja frá illum öndum og öðrum skuggalegum vættum sem gætu verið á ferli á þessum tíma í myrkrinu.

Það má endilega taka með stóra krukku að heiman til að breyta í Hrekkjavökulukt en Borgarbókasafnið verður þó með nokkrar krukkur á staðnum til að nota - og allt annað efni sem þarf til luktagerðarinnar.

Öll velkomin (sem þora)!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir | Bókavörður
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250

 

Viðburður á Facebook