Um þennan viðburð
Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Börn
Aldur
7-10 ára
Tungumál
íslenska
Börn
Skapandi tækni
Haustfrí | Minecraft smiðja
Mánudagur 28. október 2024
Ertu Minecraft snillingur eða varstu rétt að byrja?
Skema í HR mætir með Minecraft smiðju á Borgarbókasafnið Árbæ í haustfríinu. Í smiðjunni fá iðkendur tækifæri til að byggja á sérhönnuðum netþjóni Skema sem er nákvæm eftirlíking af Íslandi. Iðkendur vinna saman í hópum og koma sér saman um byggingu og staðsetningu hennar á Íslandi. Markmið smiðjunnar eru að þjálfa teymisvinnu, skipulagningu verkefna, sköpunargáfuna og að auka áhuga á landafræði Íslands.
Námskeiðið er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg.
Skráning hefst 18. október.
Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255