Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
8-12 ára
Börn

FULLT - Roblox smiðja

Laugardagur 2. mars 2024

Kennarar frá Skema mæta á bókasafnið og kenna okkur grunninn í Roblox Studio, forritunarumhverfi Roblox. Við lærum að búa til einfalda leiki og snerta á forritun með Lua forritunartungumálinu. Markmið smiðjunnar er að veita þátttakendum þekkingu og verkfæri til þess að halda áfram heima.

Því miður er fullbókað í smiðjuna, en hægt er að skrá á biðlista með því að senda póst á netfangið vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.

Nánari upplýsingar veitir.
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is