Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

FULLBÓKAÐ! Viltu læra að tálga? | 6-12 ára

Laugardagur 2. október 2021

Viltu ná réttu tökin á tálgi? Komdu á bókasafn í Spönginni laugardaginn 2. október á milli klukkan 13:00 og 15:00.  Ekkert er auðveldara þegar kennarinn Bjarni Þór Kristjánsson sér um tálgunarsmiðju.
Námskeiðið hentar börnum á aldrinum 6-12 ára, en yngri en 9 ára verða að koma í fylgd með fullorðnum.

 

Athugið að fullbókað er í smiðjuna.Tvö námskeið eru í boði: fyrra er kl. 13:00 og það seinna kl. 14:00.
Efni og verkfæri á staðnum.
Engin reynsla nauðsynleg.
Námskeið er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg. 

Viðburður á Facebook.


Nánari upplýsingar veitir: 
Herdís Anna Friðfinnsdóttir, deildarbókavörður
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is | 411 6230

 

Merki