Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

FULLBÓKAÐ | Sumarsmiðjur 9-12 ára | Veraldarsmíði

Mánudagur 14. júní 2021 - Föstudagur 18. júní 2021

Í þessari ritsmiðju með Gunnari Theodóri Eggertssyni smíðum við alls konar heima. Ævintýraheima, framtíðarheima, fortíðarheima, aðrar plánetur, hverfi í borg, bæi í sveit, tjaldbúðir á fjalli, nýlendur á hafsbotni – allt er hægt að smíða með hugmyndaflugi og orðum.

Veraldarsmiðir fá aðstoð við að búa til sannfærandi og ríkulega söguheima. Í smiðjulok verða þeir búnir að setja saman möppu með með sinni eigin veröld, kynnast persónunum og komnir með kveikjur að sögum sem gerast þar.

 

Þátttaka er ókeypis en vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá þátttakendur hér neðar á síðunni.

 

Borgarbókasafn býður upp á fjölbreyttar smiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar.

 

Nánari upplýsingar og skráning á biðlista:

Sæunn Þorsteinsdóttir, s: 411 6250

saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is