Vatnslitamynd
Vatnslitamynd

Um þennan viðburð

Tími
09:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9- 12 ára
Börn

FULLBÓKAÐ! Sumarsmiðja | Vatnslita- og teiknismiðja

Mánudagur 10. júní 2024 - Föstudagur 14. júní 2024

Athugið að námskeiðið er fullbókað en hægt er að skrá sig á biðlista á sumar.vala.is

Vatnslita- og teiknismiðja - Skapaðu þitt eigið ævintýralandslag 

Við vantslitum ævintýralandslag þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för, það getur verið t.d. skógur, eyðimörk, sjórinn eða plánetan mars. Leikum okkur með liti og glæðum landslagið lífi með gróðri, dýrum og furðuverum. 
Börnin eru hvött til skapandi hugsunar og að beita persónulegri tjáningu við gerð myndanna sinna.  

Leiðbeinandi smiðjunnar er myndlistarkonan Heiðrún Gréta Viktorsdóttir sem útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur mikla reynslu af því að kenna og leiðbeina börnum í skapandi listasmiðjum.

Aldur:  Smiðjan er fyrir börn fædd 2012, 2013, 2014 og 2015. 
Tími: Smiðjan stendur yfir í fimm daga kl. 9:30-11:30


HÉR má sjá yfirlit yfir allar sumarsmiðjur bókasafnsins.


Nánari upplýsingar veitir:
Rut Ragnarsdóttir, sérfræðingur
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411-6210