Leikrit á sviði

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

FRESTAÐ Sögur | Leikritun fyrir 9-12 ára

Sunnudagur 29. nóvember 2020

Vinsamlegast athugið að smiðjunni hefur verið frestað fram í janúar. Nánari dagsetningar verða kynntar fljótlega.

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa leikrit undir leiðsögn Hildar Selmu Sigbertsdóttur. Fyrst koma börnin á tveggja tíma námskeið þar sem Hildur Selma fer í undirstöðuatriðin í leikritun og kennir skemmtilegar leiðir við að finna innblástur. Í námskeiðinu er innifalin endurgjöf frá smiðjustjóra. Börnin geta sent leikritið sem þau skrifa eftir námskeiðið til smiðjustjóra og fengið endurgjöf á lokametrunum.

Afrakstur námskeiðsins verður leikritarhandrit og hvetjum við börnin til að senda inn í samkeppni Sagna og verða valin leikrit sett upp í Borgarleikhúsinu . Leikritin verða svo verðverðlaunuð á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.

Hildur Selma útskrifaðist með BA próf í sviðslistum af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2018. Í náminu fékk hún innsýn inn í alla fleti sviðslista. Hún fór fljótt að einbeita sér að skrifum og nýtti sér einstaklingsverkefni á öðru ári til að skrifa leikrit sem var leiklesið innan veggja skólans. Hildur var jafnframt starfsnemi hjá Ragnari Bragasyni í Þjóðleikhúsinu en verk hans, Risaeðlurnar var frumsýnt árið 2017. Þar sinnti hún starfi aðstoðarmanns leikstjóra og fékk góða innsýn inn í leikhúsheiminn. Útskriftarverk Hildar frá LHÍ var verkið Sólarplexus. Verkið var blanda af sýningu og leiklestri og var sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í vormánuðum árið 2018. Hildur er ein af leikskáldunum sem valin voru til að skrifa verk fyrir Þjóðleik í ár (verða sýnd 2021) en þjóðleikur er verkefni á vegum Þjóðleikhússins og er ætlað ungmennum um allt land. Verk Hildar var eitt af fjórum verkum (bárust u.þ.b 250 umsóknir) sem voru valin fyrir nýtt hádegisleikhús Þjóðleikhússins og ætlað til sýningar á þessu leikári.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | s. 4116146