Svakaleg sögusmiðja

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

FRESTAÐ Rit-og teiknismiðja | 9-12 ára

Laugardagur 22. janúar 2022

Vinsamlegast athugið að rit- og teiknismiðjunni hefur verið frestað til 13. febrúar.

Viltu búa til fyndna og spennandi sögu? 
Stutt, skapandi námskeið fyrir 9-12 ára krakka sem vilja skrifa sögur og/eða teikna. 
Á námskeiðinu læra krakkar að búa til skemmtilegar persónur og hvernig hægt er að skrifa eða teikna sögu um þær sem er bæði fyndin og spennandi. Eva Rún og Blær eru höfundar bókanna um jólasveininn Stúf; Stúfur hættir að vera jólasveinn og Stúfur leysir ráðgátu. 

Smiðjan er í tengslum við sýningu Blævar, Skissur verða að bók.

Leiðbeinendur:
Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur skrifað bækurnar um jólasveininn Stúf, spennuseríuna um Lukku og hugmyndavélina og hugleiðslubókina Ró. Auk þess hefur hún m.a. unnið sem handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþátta á KrakkaRÚV. 

Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndskreytt barnabækur þ.á.m. bækurnar um Stúf. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum. Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411-6100