Teiknismiðja með Rán Flygenring
Teiknismiðja með Rán Flygenring

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

Forsíðumyndin af þér | Teiknismiðja

Laugardagur 12. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar hér...

Staðsetning viðburðar: Salurinn BERG, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 16. Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Boðið er upp á að bóka fjölskylduborð.
Kaffihúsið er opið.

Hvernig verður forsíðumyndin á bókinni um þig? Og hvaða starfi munt þú gegna í framtíðinni? Ertu síðasti sturtusöngvarinn eða fyrsti tréknúsarinn?

Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, leiðir skemmtilega smiðju fyrir 6-12 ára börn á opnunardegi sýningarinnar Heimsókn til Vigdísar sem byggð er á höfundaverki Ránar, Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Yngri börnin þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Allt efni á staðnum.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna..

Viðburðurinn á Facebook.

Myllumerki sýningarinnar: #heimsókntilvigdísar

Smellið hér til að lesa um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur…

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is