Litríkt teppi á trégólfi, púði, tuskudýr, leikföng, bækur

Um þennan viðburð

Tími
10:30 - 11:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
0-5 ára
Tungumál
-
Börn

Fjölskyldumorgnar | Krílahornið

Fimmtudagur 15. janúar 2026

Fjölskyldumorgnarnir eru óformlegar og notalegar samverustundir sem haldnar eru alla fimmtudagsmorgna. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast öðrum fullorðnum með lítil kríli, spjalla um lífið, tilveruna – og auðvitað börnin.

Á staðnum er heitt á könnunni fyrir þau fullorðnu, pelahitari fyrir yngstu gestina og góð skiptiaðstaða á salerni hússins.

Síðasta fimmtudag í hverjum mánuði bjóðum við upp á notalega söng- eða sögustund sem gleður bæði börn og fullorðna.

Krílahornið er svæði í stöðugri þróun og við tökum gjarnan á móti hugmyndum frá aðstandendum ungra barna.


Bókasafnið býður upp á mikið úrval af fræðandi bókum og tímaritum um uppeldi og umönnun ungbarna. Hægt er að glugga í efnið á staðnum og korthafar geta fengið það lánað heim.
Að sjálfsögðu er líka fjöldi skemmtilegra krílabóka til að kveikja áhuga barnanna á bókmenntum.

Hittumst í Krílahorninu í Úlfarsárdal – hlökkum til að sjá ykkur!
 

Tilvalið er að taka með sunddót og skella sér í Dalslaug eftir Krílastundina – laugin er í sömu byggingu og bókasafnið.
 

Viðburður á Facebook

Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu. 

Kynnið ykkur barnadeildir Borgarbókasafnsins.


Nánari upplýsingar veitir:
Tinna Birna Björnsdóttir, sérfræðingur
tinna.birna.bjornsdottir@reykjavik.is | 4116270