Fiktvarpið I Roblox forritun í beinni #2
Fiktvarpið I Roblox forritun í beinni #2

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 15:45
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Fiktvarpið I Roblox forritun í beinni #2

Fimmtudagur 9. apríl 2020

Fiktvarpið er vettvangur þar sem krakkar geta lært allskyns nýja og skapandi tækni á netinu. Þátttakendur Fiktvarpsins geta fiktað saman, spurt spurninga og fylgst með á eigin hraða.
Roblox er leikjaveita fyrir netleiki og er leikjaumhverfi þar sem notendur geta hannað eigin leiki, eða spilað leiki sem aðrir notendur hafa búið til. Þessi smiðja hentar átta ára og eldri!
Ræður tölvan þín við Roblox Studio? Sjá skilyrði hér:
Þátttakendur þurfa að hlaða niður og innstallera Roblox Studio (forritið er frítt) hér: https://www.roblox.com/create

Í Fiktvarpinu má:
• Vera með læti
• Koma með nesti
• Taka þátt, spyrja spurninga og fikta
• Ýta á pásu, spóla til baka, horfa á seinna
• Eða bara fylgjast með!
Við mælum með því að slökkva á öllum öðrum gluggum.
Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins býður upp á Fiktvarpið og eru allir velkomnir!

Nánari upplýsingar:
Karl James Pestka
karl.james.pestka@reykjavik.is