Brúðuleikhússmiðja með Emblu Vigfúsdóttur
Brúðuleikhússmiðja með Emblu Vigfúsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

Brúðuleikhússmiðja

Sunnudagur 14. febrúar 2021

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR.

Staðsetning viðburðar: Salurinn BERG, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 20. Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Boðið er upp á að bóka fjölskylduborð.
Kaffihúsið er opið.

Langar þig að búa til leikhús í anda frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrsti kvenforseti á Íslandi og í heiminum öllum? Vissir þú að hún elskaði leikhús og starfaði sem leikhússtjóri áður en hún var kosin forseti? Í smiðjunni ætlum við að búa til brúður og setja upp okkar eigin leiksýningu undir leiðsögn Emblu Vigfúsdóttur. Fjölskyldur fá að skapa sinn eigin leikhúsheim með því að gera einfaldar leikbrúður sem lifna við í meðförum barnanna í leikhúsi sem er hluti af sýningunni um Vigdísi.

Vigdís Finnbogadóttir var leikhússtjóri áður en hún tók við embætti forseta Íslands. Þátttakendur geta því sett sig í stellingar leikhússtjóra og stýrt eigin sýningum og sett á svið og haldið svo leiknum áfram heima með brúðurnar í farteskinu.

Allt efni á staðnum.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna..

Viðburðurinn á Facebook.

Myllumerki sýningarinnar: #heimsókntilvigdísar

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni