Sirkus unga fólksins

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Staður
Fyrir framan gróðurhúsið á Lækjartorgi
Hópur
Fyrir öll
Börn
Ungmenni

Barnamenningarhátíð | Sirkus unga fólksins á Lækjartorgi

Laugardagur 8. maí 2021

Sirkus unga fólksins fagnar sumrinu með okkur og leikur listir sínar framan við gróðurhúsið á Lækjartorgi. Sirkuslistafólkið skemmtir sér og öðrum með frábærum jafnvægislistum, liprum fimleikabrellum og almennum skrípalátum. Þau eru meistarar, hvert á sinn hátt, og hafa sérhæft sig í ýmis konar sirkuslistum. Þau sýna bæði sóló- og hópatriði. Í lokin er upplagt fyrir áhorfendur að spjalla við listafólkið og jafnvel prófa að leika eftir þeim listirnar.

Listahópurinn Sirkus unga fólksins var stofnaður af nokkrum af elstu nemendum Æskusirkus Hringleiks í þeim tilgangi að efla sig sem sjálfstæða listamenn í samfélaginu og koma sér inn í atvinnuheim sirkuslífsins.

Sirkusinn samanstendur af 10 ungmennum á aldursbilinu 17-19 ára. Reynsla einstaklinganna er jafnmismunandi og persónuleikar þeirra, frá einu ári í 11 ár! Öll eigum þau það þó það sameiginlegt að ástríða þeirra fyrir sirkus er mikil.

Borgarbókasafnið starfrækir útibú í gróðurhúsinu á Lækjartorgi 3. – 15. maí 2021. Öllum er boðið að koma og hitta okkur og kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram á bókasafninu um alla borg, alla daga. En líka að gleðjast og fagna sumrinu með okkur. Því bókasafnið snýst um svo miklu meira en bara bækur.

Viðburðurinn er á dagskrá Barnamenningarhátíðar sem stendur til 14. júní.

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is