Liðnir viðburðir
Barnamenningarhátíð | Perluverk
Þriðjudagur 5. apríl 2022 - Laugardagur 30. apríl 2022
Á Veggnum stendur yfir sýning á perluverkefnum eftir börn í 4-5. bekk í Rimaskóla.
Haldin var vinnustofa með Degi borgarstjóra sem hluti að verkefninu Betri borg fyrir börn. Börnin byrjuðu á að svara spurningum um tilfinningar, skoðanir og staðreyndir um líf sitt og síðan voru perluböndin unnin upp úr svörum barnanna. Hver perla er því táknræn og hægt að lesa ýmislegt úr verkinu, en heitu litirnir tákna jákvæða upplifun eða tilfinningu, köldu litirnir erfiðar eða neikvæðar, en gulu perlurnar eru staðreyndir.
Sýningin var sett upp 5. apríl í tengslum við Barnamenningarhátíð og stendur út apríl.
Eftir það verður verkið sett upp í Hörpu sem hluti af stærri sýningu Reykjavíkurborgar á Hönnunarmars.