Liðnir viðburðir
Barnamenningarhátíð | Ósýnileg undur náttúrunnar
Laugardagur 2. apríl 2022 - Sunnudagur 10. apríl 2022
Staðsetning: Torgið á 1. hæð
Verkin á sýningunni eru afrakstur vinnu nemenda í skólum sem taka þátt í LÁN (listrænt ákall til náttúrunnar). Verkin voru unnin með starfsmönnum skólanna í samtali við trúðinn Prúsa Pomm sem heimsótti skólana.
Verkin fjalla um lífríki sem ekki sést með berum augum. Við vinnslu verkanna var lögð áhersla á umbreytandi nám þar sem börnin voru hvött til að hugsa á gagnrýnin hátt um tilveru okkar og hvernig við tengjumst náttúrunni.
Nemendur í eftirtöldum skólum taka þátt í sýningunni:
Vesturbæjarskóli, Múlaborg, Vesturborg, Vogaskóli, Waldorfskólinn Reykjavík og Ægisborg.
Sjá alla dagskrá Barnamenningarhátíðar hér
Nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is