Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Barmmerkjasmiðja

Sunnudagur 19. nóvember 2023

Skreytum okkur í skammdeginu.

Barmmerki geta gefið hugmynd um tónlistarsmekk, varpað ljósi á persónuleika, húmor og stíl notandans. Þessir litlu fylgihlutir geta innihaldið stórar yfirlýsingar og tjáð ýmislegt sem orð ná ekki yfir, eða bara verið krúttleg og skemmtileg.

Lærið að búa til flott barmmerki í barmmerkjavélinni okkar. Það er einfalt, fljótlegt og ótrúlega skemmtilegt!
Engin skráning og ekkert þátttökugjald.
Verið velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:

Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, bókavörður
halldora.adalheidur.olafsdottir@reykjavik.is | 411 6256