Sigrún Eldjárn
Sigrún Eldjárn

Um þennan viðburð

Tími
8:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Sýningar

Allir í strigaskóm | Sýning

Laugardagur 21. mars 2020 - Sunnudagur 17. maí 2020

Um þessar mundir má virða fyrir sér fjöldan allan af verkum Sigrúnar Eldjárn í Gerðubergi.

Sigrún Eldjárn (f. 1954) er myndlistarkona og barnabókahöfundur. Hún lauk prófi úr Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1977. Sigrún hefur gefið frá sér fjöldan allan af barnabókum þar sem hún fléttar saman texta og myndum á leikandi hátt. Verk eftir hana er einnig hægt að finna á blaðsíðum bóka eftir aðra höfunda, eins og Guðrúnu Helgadóttur og Þórarin Eldjárn, bróðir Sigrúnar. Sigrún hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir verk sín og árið 2008 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar. 

Á sýningunni eru verk eftir Sigrúnu sem lesendur á öllum aldri ættu að þekkja vel, í bland við nýjar verur sem gaman er að kynnast. 

Sólin skín, himinninn er heiður og blár og langt uppi í himinhvolfinu má sjá grilla í pínulítinn bleikan depil. Bétveir er á leið til jarðarinnar í leit að þekkingu um sérstakan hlut sem ekki er til á öðrum stjörnum. Á öðrum stað, undir Reykjavík eru á ferð furðulegir og hugmyndaríkir Krókófílar sem hafa hreiðrað um sig í holræsum borgarinnar og á meðan öllu þessu stendur drekka systkininn Kvistur og Greinaflækja laufasafa og borða barkabrauð, heima hjá sér uppi í tré 135B, fjórðu grein til hægri. 

Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma safnsins en húsið er opið alla virka daga frá 8:00 - 18:00 nema á miðvikudögum, þá er opið til 21:00. Um helgar er opið frá 13:00 - 16:00.