Rit- og teiknismiðja með Rán Flygenring
Rit- og teiknismiðja með Rán Flygenring

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Sýningar

AFLÝST Bók verður til | Rit- og teiknismiðja

Laugardagur 14. nóvember 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR.

Staðsetning viðburðar: Salurinn BERG, á efri hæð.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 20. Sjá skráningarform neðst á síðunni.
Boðið er upp á að bóka fjölskylduborð.
Kaffihúsið er opið.

Um hvern langar þig að skrifa bók? Hver er sögupersónan þín? Í smiðjunni söfnum við efniviði og sköpum okkar eigin bækur með innblæstri frá sýningunni Heimsókn til Vigdísar. Allir rithöfundar og tilvonandi rithöfundar velkomnir.

Í bók Ránar Flygenring, Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann, fer lítil manneskja af stað í leiðangur með það að markmiði að skapa bók um eitthvað sem hún er forvitin um. Hana langar sem sagt að vita meira um Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands.

Hvað myndi bókin þín fjalla um?

Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, leiðir smiðjuna.
Efni til bókagerðar verður á hverju borði.

Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar er gestum á öllum aldri boðið að ganga inn í söguheim bókarinnar Vigdís – Bókin um fyrsta konuforsetann. Rán Flygenring, rit- og myndhöfundur, hannar sýninguna í samstarfi við Emblu Vigfúsdóttur sýningarstjóra. Segja má að veröld Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna kjörin forseti í heiminum, lifni við og gestir fá að kíkja í heimsókn og spegla sig í þeim gildum sem hún hefur alla tíð lagt svo mikla áherslu á, jafnt í lífi sem starfi. Sjón er sögu ríkari!

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna..

Viðburðurinn á Facebook.

Myllumerki sýningarinnar: #heimsókntilvigdísar

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni