Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn

Æskuflugdrekar | Sýning

Föstudagur 3. júní 2022 - Föstudagur 24. júní 2022

Nemendur í Litháíska móðurmálsskólanum Þrír litir gerðu æskuflugdreka úr endurunnum efnum. Þau unnu í hópum og teiknuðu eða skrifuðu á litháísku hvernig er að vera barn og hversu  hamingjusöm þau  eru sem börn. Litháar fagna Feðradeginum fyrsta sunnudaginn í júní. Sýningin er tileinkuð öllum feðrum.

 

Litháíski móðurmálsskólinn Þrír litir var stofnaður 1. september árið 2004. Stofnandi skólans og núverandi skólastjóri er Jurgita Millerienė. Yfir 250 börn hafa sótt skólann síðan. Árið 2008 var stofnað Félag Litháa á Íslandi og þá varð skólinn hluti af starfsemi félagsins. Kennt er á laugardögum í Hólabrekkuskóla, Suðurhólum 10, 111 Reykjavík. Í skólanum eru um 60 börn á aldrinum 3 til 14 ára sem er skipt í átta aldurshópa. Við skólann kenna tólf kennarar (flestir kennarar eru með B.A. háskólagráðu) og eru í sjálfboðavinnu. Undanfarin ár hafa þeir sótt ýmiskonar námskeið hérlendis og erlendis. Auk litháískrar tungu eru litháísk saga, bókmenntir og landafræði kennt í kennslustundunum. Nemendur og foreldrar þeirra fagna hefðbundnum litháískum hátíðum ásamt öðrum mikilvægum dögum fyrir Litháen. Börnin taka þátt í ýmsum verkefnum og geta sótt leikhús-, söng- og listasmiðjum í skólanum. Skólinn er virkur félagi í Móðurmál, samtökum um tvítyngi og tekur þátt í ýmsum íslenskum viðburðum sem stoltur fulltrúi Litháens og litháískrar tungu.

Nánari upplýsingar:
Jurgita MOTIEJUNAITE
jmotiejunaite@gmail.com