Snorri Helgason
Snorri Helgason

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 13:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Tónlist
Velkomin

Krakkahelgar | Bland í poka með Snorra Helgasyni

Laugardagur 18. janúar 2020

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason ætlar að spila barnalög af nýju plötunni sinni Bland í poka.

Engin skráning, enginn aðgangseyrir, frítt heitt kaffi á könnunni og þið eruð öll hjartanlega velkomin.

Snorri Helgason hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi frá unglingsaldri og hefur gefið út 9 plötur frá árinu 2007.
Tónlist hans hefur hlotið nokkur verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, m.a. fyrir lag ársins og plötu ársins í flokki þjóðlagatónlistar.
Hér er tengill á heimasíðu Snorra.

Nýjasta verkefni Snorra er hljómsveitin Bland í poka sem gefur út samnefnda plötu í nóvember 2019.
Bland í poka er safn nýrra barnalaga eftir Snorra Helgason.
Platan hefur að geyma 10 lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalaliði gestasöngvara m.a. Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Bubba Morthens, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni. 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6230

Viðburður á Facebook / Info in English on Facebook

Bækur og annað efni