Þýska myndlistarkonan Moki sýnir verk í Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Börn
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Sýning | Mýrlendi

Mánudagur 3. maí 2021 - Mánudagur 14. júní 2021

Velkomin á myndlistarsýninguna Mýrlendi á Borgarbókasafninu í Gerðubergi, sem stendur yfir 3. maí - 14. júní, inni á safninu. Sýningin er á dagskrá Barnamenningarhátíðar. 

Á sýningunni sýnir þýska myndlistarkonan Moki verk sín; teikningar, skúlptúra og textílverk, sem byggja á myndasögu hennar (e. graphic novel), Sumpfland (Fenjasvæði), sem kom út árið 2019.

Í bókinni sameinar Moki stutta þætti í flókna frásögn um líf og dauða, um menntun, samfélag og hina stanslausu leit að merkingu. Hún tekur lesandann með í ferðalag um heillandi heim þar sem menn, dýr, plöntur og furðuverur lifa saman og þurfa, hver á sinn hátt, að horfast í augu við stórfelldan skaða á umhverfi sínu. Hið kunnuglega er framandgert frá sjónarhorni hins ímyndaða heims svo lesandinn fær tækifæri til að hugsa allt upp á nýtt.

Á sýningunni Mýrlendi vakna persónur úr bókinni til lífs og áhorfandinn fær að upplifa framandi landslag hins ímyndaða heims.

Hér má sjá stutta hreyfimynd af verkinu.

SUMPFLAND – 30 JAHRE REPRODUKT from mioke on Vimeo.

Listakonan heldur úti bloggsíðunni http://mioke.de/ og instagramsíðunni https://www.instagram.com/mioke.de/

Sýningin er opin á opnunartímum safnsins.

Sögustund með Gunni Martinsdóttur Schlüter leikkonu

Gunnur leiðir okkur inn í dularfulla veröld Mýrlendisins og kynnir okkur fyrir Okrunni, Puffa, skjóunum tveimur og fleiri persónum sem leynast í þessum fallega ævintýraheimi.
(Myndbandið hefur verið fjarlægt.)
 

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni