Skrifstofan - Ritlistarnámskeið
Skrifstofan - Ritlistarnámskeið

Um þennan viðburð

Tími
16:15 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Skrifstofan | Margt smátt – ritlistarnámskeið

Miðvikudagur 19. febrúar 2020

Hefur þig alltaf langað að skrifa smásögur en veist ekki hvar þú átt að byrja? Eða vantar þig hvatann til að ljúka við söguna sem þú gengur með í maganum? Borgarbókasafnið býður þér að slást í hóp annarra höfunda á ritlistarnámskeiðinu Margt smátt . Námskeiðið er haldið á Skrifstofunni, ritsmíðaverkstæði á Borgarbókasafninu Kringlunni.

Sunna Dís Másdóttir, upphafskona Skrifstofunnar og fyrrverandi verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafninu, heldur utan um námskeiðið.

Kennt verður í smiðjuformi í fimm skipti, annan hvern miðvikudag, frá kl. 16.15-18.15. Námskeiðið hefst 5. febrúar og lýkur 1. apríl. Að námskeiði loknu fullvinna nemendur texta sína með aðstoð ritvina af námskeiðinu, lesa yfir hver hjá öðrum og búa til útgáfu.

Skrifstofan er ritsmíðaverkstæði og samfélag skrifandi fólks. Þar getur fólk komið saman og unnið að ritstörfum sínum; einbeitt sér að skrifum í hvetjandi umhverfi; fundið ritfélaga til þess að lesa yfir texta eða skiptast á skoðunum við; sótt sér innblástur í bækur og annað efni eða fundið samfélag annarra höfunda.

Skrifstofan er opin öllum sem hafa áhuga á skrifum og ritstörfum.

Athugið:
Námskeiðið í vor fullt en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á sunnadis@gmail.com.

 

Á námskeiðinu verður fjallað um lykilþætti smásagnagerðar; persónusköpun, fléttu, átök, sögusvið og fleira. Nemendur gera ýmsar æfingar og lesa saman texta en vinna jafnframt saman í rithópum og veita samnemendum endurgjöf.

5. febrúar:
Kynning. Hvað er smásaga og hvað greinir hana frá öðrum bókmenntaformum?

19. febrúar:
Persónusköpun. Hvernig búum við til trúverðugar og heillandi persónur?

4. mars:
Sögusvið. Hvernig teiknum við upp skýrt sögusvið og hvaða hlutverki þjónar það í sögunni?

18. mars:
Átök og flétta. Hvað er það sem knýr söguna áfram og hvað er flétta eiginlega?

1. apríl:
Endurgjöf fyrir heimaverkefni frá öllum hópnum. Samantekt á námskeiðinu, nemendum skipað í ritvinahópa. 

15. apríl:
Skrifstofan opin samkvæmt venju. Nemendur hvattir til að hittast með ritvinahópum sínum og fara yfir handrit sín að smásögum.

20. apríl:
Lokaskil efnis.

29. apríl:
Útgáfuhóf á Skrifstofunni!

 

Nánari upplýsingar veita:

Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com

Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is
S: 411 6204