
Um þennan viðburð
Sjálfsævisöguleg skrif | Smiðja fyrir konur
Þessi smiðja er hugsuð fyrir konur sem hafa upplifað ójöfnuð, jaðarsetningu eða tekist á við aðra erfiðleika og vilja byrja að skrifa brot úr ævisögu sinni í styðjandi umhverfi.
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Markmiðið er að skrifa saman og sýna hvor annarri stuðning.
Smiðjan verður frá 23. maí til 20. júní, á þriðjudögum klukkan 10:00-11:30. Þetta eru því 5 skipti og stefnt er á að vera með upplestur í lok smiðjunnar á safninu, fyrir þær sem vilja.
- þriðjudagur 23. maí kl. 10:00-11:30
- þriðjudagur 30. maí kl. 10:00-11:30
- þriðjudagur 6. júní kl. 10:00-11:30
- þriðjudagur 13. júní kl. 10:00-11:30
- þriðjudagur 20. júní kl. 10:00-11:30
Utanumhald með smiðjunni hafa þær Áslaug og Fanney en báðar hafa þær brennandi áhuga á skapandi skrifum, hafa unnið að geðheilbrigðismálum hér á landi en hafa einnig upplifað það á eigin skinni að hafa ekki hlutverk í lífinu og tekist á við erfiðleika. Þær eru sjálfar að taka sín fyrstu skref í sjálfsævisögulegum skrifum og langar að bjóða öðrum konum með sér.
Í smiðjunni verður leitast eftir að skapa öruggt rými þar sem jafningastuðningur, samkennd og hvatning eru ríkjandi.
Engin þörf á fyrri reynslu við skrif. Þátttaka er ókeypis og eina sem þarf er að mæta annaðhvort með fartölvu eða stílabók ásamt skriffærum til að nota á staðnum.
Skráning er æskileg en hún fer fram neðst á þessari síðu.
Allar velkomnar!
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is