Ljóðakaffi 11. mars Gerðubergi
Halla og Soffía

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Ljóðakaffi í streymi | Ljóðið er alltaf heima

Miðvikudagur 29. apríl 2020

Þessum viðburði verður streymt á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

https://www.facebook.com/Borgarbokasafnid/

Nú njótum við þess heima að hlusta á upplestur og hugleiðingar um ljóð og skáldskap.

Í þetta sinn eru það stöllurnar Halla Margrét Jóhannesdóttir og Soffía Bjarnadóttir sem heimsækja okkur í Ljóðakaffi. Halla Margrét og Soffía eiga það sameiginlegt að hafa báðar útskrifast með Mastersgráðu í ritlist frá HÍ. Þær hafa líka báðar kennt ritlist saman og sitt í hvoru lagi, gefið út ljóðabækur, leikrit og skáldsögur. Á ljóðakaffi lesa þær eigin ljóðtexta og tala um ljóð, skrif og skáldskap.

Halla Margrét Jóhannesdóttir er leikkona, leikstjóri og rithöfundur hefur gefið út ljóðabækurnar; 48 (2013) og Ljós og hljóðmerki (2019), og leikritin; Gaggað í grjótinu (2011) og ásamt fleirum Dauðasyndirnar (2008).

Soffía Bjarnadóttir er rithöfundur og bókmenntafræðingur og hefur skrifað ljóð, leikrit og skáldsögur sem og texta um bókmenntir og leikhúslist. Útgefin og sviðsett verk eru: Ljóðabækurnar Beinhvít skurn (2015) og Ég er hér (2017), leikritið Erfidrykkjan (2018) og skáldsögurnar Segulskekkja (2014) og Hunangsveiði (2019).

Viðburðurinn á Facebook. Linkur á streymið mun birtast rétt fyrir útsendingu.

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
olof.sverrisdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni