Ljóðakaffi | Anton Helgi og Sigurlín Bjarney
Anton Helgi og Sigurlín Bjarney

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Ljóðakaffi í streymi | Á fjallvegum í borginni

Miðvikudagur 14. október 2020

Ljóðakaffið verður aðeins í netheimum að þessu sinni, í streymi á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.
www.facebook.com/Borgarbokasafnid

 

Hvaðan komum við og hvert erum við að fara í ljóðagerðinni? Hvaða farangur höfum við meðferðis?

Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Anton Helgi Jónsson lesa upp og ræða við gesti um ferðalög sín með ljóð sem áttavita. 

Anton Helgi Jónsson gaf út sína fyrstu bók 1974, þá 19 ára. Ljóðabækurnar eru nú alls orðnar níu og sú tíunda er væntanleg nú á haustdögum 2020. Á undanförnum árum hefur Anton iðulega birt stök ljóð á samfélagsmiðlum en ljóðabækurnar má flestar lesa í heild á vef skáldsins, anton.is, sem hefur einnig að geyma margvíslegt efni sem ekki hefur birst í bókum.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir gaf út sína fyrstu bók, Fjallvegir í Reykjavík, árið 2007. Síðan þá hefur hún gefið út nokkrar ljóðabækur ásamt örsagna- og smásagnasafni. Árið 2019 komu út nýjustu bækurnar: ljóðabókin Undrarýmið og örsögurnar Stínusögur. Von er á fyrstu skáldsögu Bjarneyjar á vordögum 2021.

Fylgist með fjölbreyttri dagskrá á Kaffistundum Borgarbókasafnsins HÉR.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6189 / 664 7718