Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Ljóðakaffi | Hamingjan er ljóð

Miðvikudagur 13. október 2021

Tvær þekktar og einstakar skáldkonur lesa ljóðin sín.

Þær Linda Vilhjálmsdóttir og Sigurlaug Didda Jónsdóttir eiga það helst sameiginlegt að í ljóðum þeirra er viss uppreisnarandi, hugrekki og sjálfsskoðun. Þó þær hafi báðar marga ausuna sopið eru ljóð þeirra ólík, en oft lituð af innsæi og visku sem lífsreynslan hefur fært þeim.


Linda Vilhjálmsdóttir

Linda hefur skrifað leikrit, sjónvarpsmyndarhandrit, skáldsögu og ljóð. Ljóðabókin Bláþráður kom út árið 1990 og síðan hafa komið út sjö aðrar ljóðabækur. Ljóðabók hennar Frelsi sem kom út 2015 fékk fjölda verðlauna en ýmsar aðrar bækur hennar hafa fengið viðurkenningar eða tilnefningar til verðlauna. Nú síðast Kyrralífsmyndir frá 2020 en fyrir hana var hún tilnefnd til Maístjörnunnar.


Sigurlaug Didda Jónsdóttir

Didda segist hafa gert ýmislegt og muni gera það áfram. Hún er nýbúin að gefa út bókina Hamingja sem fjallar um ýmsar myndir hamingjunnar. Didda segir að textarnir eru ekki ljóð heldur romsa eða kannski bara langt póstkort. Árið 1995 kom fyrsta ljóðabók hennar út, Lastafans og lausar skrúfur sem vakti mikla athygli. Síðan hafa komið út tvær skáldsögur og einnig hafa birst ljóð og greinar eftir í ýmsum tímaritum. Didda fékk Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt í mynd Sólveigar Anspach, Stormviðri, sem frumsýnd var 2003.


Ljóðakaffi er vettvangur fyrir alla að lesa upp ljóðin sín.

Ljóðakaffi er vettvangur fyrir alla að lesa upp ljóðin sín. Eftir hlé eru ljóðaáhugamenn og skáld meðal gesta hvattir til að lesa upp ljóð sem þeir hafa geymt í skúffunni eða í tölvunni. Ekki ganga of lengi með ljóð í maganum. Taktu skrefið og komdu uppúr skúffunni.

Ljóðakaffi er viðburður sem verður í bland við Sagnakaffi annan miðvikudag mánaðarins í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

Öll velkomin, ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
olof.sverrisdottir@reykjavik.is