Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Leshringurinn 101 - Grófinni

Þriðjudagur 2. nóvember 2021

Leshringurinn 101 hittist aftur í haust á 5. hæð í Grófinni. Lesnar verða bækur af ólíkum toga. Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum, bæði sögum og ljóðum.

Þriðji fundur, þriðjudagurinn 2. nóvemer kl. 17.15-18.15. Bækur dagsins eru Hún sem stráir augum eftir Björk Þorgrímsdóttur og Les birki eftir Karí Ósk Grétudóttur.

ENGIN VITNI

Klæðin brunnu utan af þér
Þú blindaðist af reyk

nakin og nafnlaus
og hafið tók við þér

að eilífum næturhimni dýpisins
eru engin vitni

þar molnaði tönn
þar leystist upp von

þér skolaðist á land
þú opnaðir lófann
fannst
viðbein
kirsuberjastein

mótar
hold um bein
mold um stein

Kari Ósk Grétudóttir, Les birki. Partus, 2020

 

Dagskrá haustsins:

Þriðjudagur 21. september kl. 17.15 – 18.15

Álabókin – Sagan um heimsins furðulegasta fisk eftir Patrik Svensson.

Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir.

Patrik Svensson var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

 

Þriðjudagur 12. október kl. 17.15 – 18.15

Að borða Búdda. Líf og dauði í tíbeskum bæ eftir Barbara Demick.

Íslensk þýðing: Uggi Jónsson.

Barbara Demick var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík dagana 8.-11. september 2021.

 

Þriðjudagur 2. nóvember kl. 17.15 – 18.15

Áhugaverðar og nýlegar íslenskar ljóðabækur:

Hún sem stráir augum eftir Björk Þorgrímsdóttur.

Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur.

 

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 17.15 – 18.15

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari veröld, eftir Elif Shafak.

Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir.

Sjá stutta kynningu á höfundinum hér.

 

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri bókmennta. Skráning í leshringinn í gegnum netfangið:  soffia.bjarnadottir@reykjavik.is 

Leshringurinn er opinn öllum, hámarks fjöldi er 12 manns.

Bækur og annað efni