Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Leshringurinn 101 - Grófinni

Þriðjudagur 12. október 2021

Leshringurinn 101 hittist aftur í haust á 5. hæð í Grófinni. Lesnar verða bækur af ólíkum toga. Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum, bæði sögum og ljóðum.

Annar fundur, þriðjudagurinn 12. október kl. 17.15-18.15. Bók dagsins er Að borða Búdda: Líf og dauði í tíbeskum bæ eftir Barbara Demick sem kom út í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar á þessu ári.  

„Um aldir var Tíbet þekkt sem konungsríki í strangri, sjálfskipaðri einangrun. Töfrar þess voru í leynum handan Himaljafjallanna og eins gætti landsins hlédræg og nær ósýnileg guðveldisstjórn sem Dalai Lama hvers tíma ríkti yfir, en hver þeirra var talinn sinn næsti forveri endurholdgaður. Í ritum um Tíbet frá 19. og 20. öldinni er að finna ógrynni frásagna af útlendingum sem reyndu að laumast inn í landið dulbúnir sem munkar eða einsetumenn. Nú á tímum eru það ekki Tíbetar sem setja slagbrandinn fyrir dyrnar heldur Kommúnistaflokkur Kína. Alþýðuveldið Kína hefur stjórnað Tíbet síðan árið 1950 og er sérdeilis óvinsamlegt í hlutverki hliðvarðarins þegar erlenda gesti ber að garði. […] Á um það bil tíu ára fresti er Ngaba vettvangur mótmæla gegn stjórnvöldum sem enda ætíð með eyðileggingu og dauða. […] Þegar þetta er skrifað hafa 156 Tíbetar fórnað sér með því að kveikja í sér, nálega þriðjungur þeirra frá Ngaba og nágrenni, sá síðasti í nóvember 2019. Þessi dauðsföll eru pínleg fyrir stjórnvöld í Peking þar sem þau grafa undan fullyrðingum um að Tíbetar séu hinir ánægðustu undir kínverskri stjórn.“

Brot úr aðfaraorðum höfundar, Að borða Búdda.

 

Dagskrá haustsins:

Þriðjudagur 21. september kl. 17.15 – 18.15

Álabókin – Sagan um heimsins furðulegasta fisk eftir Patrik Svensson.

Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir.

Patrik Svensson var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

 

Þriðjudagur 12. október kl. 17.15 – 18.15

Að borða Búdda. Líf og dauði í tíbeskum bæ eftir Barbara Demick.

Íslensk þýðing: Uggi Jónsson.

Barbara Demick var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík dagana 8.-11. september 2021.

 

Þriðjudagur 2. nóvember kl. 17.15 – 18.15

Áhugaverðar og nýlegar íslenskar ljóðabækur:

Hún sem stráir augum eftir Björk Þorgrímsdóttur.

Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur.

 

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 17.15 – 18.15

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari veröld, eftir Elif Shafak.

Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir.

Sjá stutta kynningu á höfundinum hér.

 

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri bókmennta. Skráning í leshringinn í gegnum netfangið:  soffia.bjarnadottir@reykjavik.is 

Leshringurinn er opinn öllum, hámarks fjöldi er 12 manns.

Bækur og annað efni