Leshringur í Borgarbókasafninu í Árbæ
Leshringurinn Konu- og karlabækur hittist mánaðarlega

Um þennan viðburð

Tími
15:45 - 16:45
Verð
Frítt
Bókmenntir

Leshringur | Konu- og karlabækur

Miðvikudagur 4. mars 2020

Leshringurinn í Borgarbókasafninu í Árbæ hittist fyrsta miðvikudag í mánuði. 
Yfirleitt er lesin ein skáldsaga og ein ljóðabók og velja þátttakendur í sameiningu lesefni næsta fundar. 

Leshringurinn ætlar að lesa skáldsöguna Grímu eftir Benný Sif Ísleifsdóttur sem fékk nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2018. Einnig lesum við ljóðbókina Vökukonan í Hólavallagarði eftir Guðrúnu Rannveigu Stefánsdóttur. Bókin er með fróðlegum sagnfræðiupplýsingum

eftir Sólveigu Ólafsdóttur um Guðrúnu Oddsdóttur sem ljóðin eru ort um og um hlutverk svokallaðs Vökumanns. 

Umsjón of nánari upplýsingar hjá Jónínu Óskarsdóttur

jonina.oskarsdottir@reykjavik.is, s. 4116250