Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir

Kvöldganga | Bókmenntaganga á rússnesku

Fimmtudagur 23. júní 2022

Natasha Stolyarova, skáld og þýðandi, leiðir bókmenntagöngu þar sem hún kynnir íslenskar bókmenntir á rússnesku. Gangan hefst við Borgarbókasafnið og heldur svo áfram í Grjótaþorp og í kringum Tjörnina.  Natasha mun segja frá íslenskum rithöfundum, sígildum og samtímahöfundum, ljóðhefðum á Íslandi og innflytjendabókmenntum.

Natasha kom til Íslands árið 2012 til að að læra íslensku við Háskóla Íslands. Hún stundaði nám í fjölmiðlafræði í Moskvu en sneri sér að bókmenntum eftir að hún kom til Íslands. Natasha skrifar ljóð og prósa og þýðir úr íslensku og ensku yfir á rússnesku. Hún ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna.

 

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgin standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir: 
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is