Um þennan viðburð
Jólabókakaffi
Bókum daginn! Jólabækurnar streyma inn á söfnin og höfundarnir sömuleiðis. Við hefjum aðventuna með upplestri þriggja höfunda í þungavigtarflokki. Auður Ava Ólafsdóttir les úr nýrri bók sinni DJ Bambi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir mætir með skáldsöguna Duft: Söfnuður fallega fólksins og Einar Kárason með skáldsöguna Heimsmeistari.
Auður Ava hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Ör og heldur áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi í nýjustu bók sinni sem fjallar um 61 árs gamla trans konu, fyrrverandi plötusnúð og nú sérfræðing í frumum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir fékk Fjöruverðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína Svínshöfuð og skrifar nú um Veróniku, dóttur auðugra líkamsræktarfrömuða sem eru helteknir af yfirborðinu í sinni annarri skáldsögu. Einar Kárason er þekktur sagnamaður og fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Ofsa, aðra bókina í flokk sínum um Sturlungaöld. Heimsmeistari er nær okkur í tíma og fjallar um heimsmeistarann í skák sem vann sinn stærsta sigur og leitaði síðar skjóls hér á landi.
Öll velkomin
Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204