Hildur Knútsdóttir og Satu Rämö

Langlisti Dublin-bókmenntaverðlaunanna 2026

Dublin bókmenntaverðlaunin verða afhent í þrítugasta og fyrsta skipti 21. maí næstkomandi á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Dublin á Írlandi. Verðlaunin hlýtur höfundur fyrir verk sem skrifað hefur verið á ensku eða þýtt yfir á ensku og nema verðlaunin 100.000 evrum eða tæplega 15 milljónum króna.

69 verk frá 36 löndum komust á langlista verðlaunanna í ár. Fulltrúar frá 80 bókasöfnum víðsvegar um heiminn stóðu að tilnefningunum, þar á meðal Borgarbókasafnið. Á listanum má m.a. finna 20 frumraunir höfunda auk fimm írskar skáldverka og 30 þýddra verka úr 17 tungumálum, þeirra á meðal katalónsku, pólsku, brasilískri portúgölsku, kínversku, japönsku og íslensku.

Skáldsagan Myrkrið milli stjarnanna (e. The Night Guest) eftir Hildi Knútsdóttur er meðal tilnefndra verka á langlistanum en skáldsagan kom út í enskri þýðingu síðla árs 2024. Einnig er tilnefnd glæpasagan Hildur (e. The Clue is in the Fjord) eftir finnska rithöfundinn Satu Rämö en hún hefur verið búsett á Ísafirði síðustu 20 ár. Hér má finna yfirlit yfir íslensk verk og höfunda sem hafa áður verið tilnefndir til verðlaunanna.

Frekari upplýsingar um verk og höfunda sem tilnefnd eru til Dublin-verðlaunanna 2026 má sjá hér.

Hér að neðan má sjá skáldverk sem eru tilnefnd og til í safnkosti Borgarbókasafnsins sem og nokkur verk í  íslenskri þýðingu eftir tilnefnda höfunda.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 15. janúar, 2026 15:50
Materials