
Um þennan viðburð
Fróðleikskaffi | Rabarbara rabb
Rabarbari er stór og glæsileg planta sem vex víða í görðum landsmanna. En getum við hugsanlega nýtt þessa áhugaverðu plöntu betur?
Í erindi sínu fjallar Björk Bjarnadóttir um flest það sem þarf að hafa í huga þegar búinn er til rabarbaragarður, s.s. hvernig á að sinna garðinum, taka upp rabarbarann, útbúa rabarbarasultu o.fl.
Rabarbarinn kemur upprunalega frá Kína og eitt sinn var hann ein sú verðmætasta lækningajurt sem til var. Hann hefur því ferðast um langa vegu til að setja mark sitt á grænmetisræktun á Íslandi sem fjölært grænmeti. Um þetta og margt fleira tengt þessari merkilegu plöntu fá áheyrendur að fræðast.
Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur og sagnaþula plantna mun leiða þátttakendur um leyndar sagna- og ræktunar slóðir rabarbarans.
Öll hjartanlega velkomin!
Nánari upplýsingar veita:
Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafninu Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | s. 411 6250
Björk Bjarnadóttir
illugaskotta@gmail.com | s. 857 1444