Frelsi til breytinga innra sem ytra

Minimalism is a tool that can assist you in finding freedom. Freedom from fear. Freedom from worry. Freedom from overwhelm. Freedom from guilt. Freedom from depression. Freedom from the trappings of the consumer culture we’ve built our lives around. Real freedom.
The Minimalists

 

Vorið er að koma, tími páska- og vorhreingerninga, tími endurnýjunar og þá er gott að klæða sig úr vetrarhamnum, losa þær klyfjar sem við þurfum ekki lengur á að halda, hvort heldur gamlar flíkur, drasl í skúr, hugmyndakerfi sem hefur gengið sér til húðar, tilfinningar sem sitja fastar og þjóna engum tilgangi. Líklega margir sem tengja við þetta eftir langan og þungan vetur, þrá jafnvel endurfæðingu í einhverjum skilningi.

Virpi Jorkinen mun halda erindi um skipulag og líðan. Megináhersla erindisins er á hvernig skipulag nýtist sem verkfæri í átt að bættri líðan og á mikilvægi þess að skoða raunverulegar þarfir okkar og langanir hér og nú og aðgreina þær frá þörfum og löngunum liðinna tíma.

Betra skipulag eins og til að mynda minimalismi getur verið leið til frelsis, frá ótta og áhyggjum. Verkfæri til að leiða fólk frá því sem þyngir lífið og veldur áhyggjum og til betri líðan. Frá gömlu hugmyndakerfi sem getur hindrað hamingju manneskjunnar.

Það er mögulega hægt að einfalda lífið og gera það bærilegra jafnvel stórbrotnara með betra skipulagi.

Á safninu má finna skemmtilegan safnkost sem tengist þessu málefni með einum eða öðrum hætti.
Virpi Jokinen mun flytja erindi sitt um skipulag og líðan á Borgarbókasafninu Árbæ mánudaginn 4. apríl.

Sjá viðburð á facebook.

Flokkur
UppfærtMánudagur, 4. apríl, 2022 09:40
Materials