Jólabókakaffi | Upplestur í skammdeginu
Jólabókakaffi | Upplestur í skammdeginu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Jólabókakaffi | Upplestur í skammdeginu

Fimmtudagur 25. nóvember 2021

Taktu stikkprufu af jólabókaflóðinu með upplestri Auðar Jónsdóttur, Einars Más Guðmundssonar, Friðgeirs Einarssonar og Hildar Knútsdóttur á bókasafninu.  Sæti fyrir 30 manns og skráning á staðnum.

Auður Jónsdóttir hefur gefið út fjölda vinsælla skáldsagna og sú nýjasta er Allir fuglar stefna á ljósið. Einar Már Guðmundsson er öllum landsmönnum og fleirum kunnur fyrir skáldsögur sínar og ljóð og Skáldleg afbrotafræði er hans nýjasta höfundarverk. Friðgeir Einarsson hefur slegið í gegn með bókum og leikritum sínum og nú fyrir jólin kemur út skáldsagan Stórfiskur. Hildur Knútsdóttir er einn ástsælasti unglingabókhöfundur landsins en hefur nú snúið sér að fullorðnum með hrollvekjunni Myrkrið milli stjarnanna.

Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Hildur Baldursdóttir
hildur.baldursdottir@reykjavik.is | 411 6207

Bækur og annað efni