Ævar Örn Jósepsson býður upp á æsispennandi spurningakeppni
Ævar Örn Jósepsson býður upp á æsispennandi spurningakeppni

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Glæpafár á Íslandi | Glæpakviss

Fimmtudagur 5. september 2024

Æsispennandi spurningakeppni í boði Hins íslenska glæpafélags

Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags bjóðum við öllum lesendum glæpasagna að taka þátt í svokölluðu glæpakvissi, æsispennandi spurningakeppni sem samin er af hinum alræmda Ævari Erni Jósepssyni, formanni félagsins. Keppnin verður haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem alltaf er fagnað í september en alþjóðlegur dagur læsis er 8. september.

Það er því um að gera að nota tímann vel og glugga í gamlar jafnt sem nýjar glæpasögur til að rifja upp hin ýmsu plott og hrollvekjandi atburði sem íslenskir höfundar hafa sett saman í bókum sínum, okkur lesendum til ánægju og yndisauka.

Sá sem ber sigur úr býtum fær að sjálfsögðu verðlaun og við lofum rafmagnaðri stemningu og ljúfum veitingum til að róa taugarnar á meðan á keppni stendur!

Sjá yfirlit yfir alla viðburði Borgarbókasafnsins sem tilheyra viðburðaröðinni Glæpafár á Íslandi.

 

Nánari upplýsingar veita:

Ævar Örn Jósepsson, formaður Hins íslenska glæpafélags
avarorn@internet.is

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115