Bókakaffi með Benný Sif og Kristínu Steins
Bókakaffi með Benný Sif og Kristínu Steinsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Bókakaffi | Konur í kaffi

Fimmtudagur 4. mars 2021

Skáldkonurnar Kristín Steinsdóttir og Benný Sif koma á Borgarbókasafnið Sólheimum til þess að lesa upp úr nýjustu verkum sínum og ræða við bókmenntafræðinginn og leikkonuna Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.  

Kristín Steinsdóttir á að baki langan og farsælan feril sem rithöfundur en frá henni hafa komið yfir þrjátíu skáldverk, auk leikrita og smásagna í safnritum, og hafa bækur hennar, jafnt fyrir börn sem fullorðna, notið fádæma vinsælda og verið þýddar á fjölda tungumála.  
Í Yfir bænum heima snýr hún aftur til Seyðisfjarðar þar sem hún fæddist og ólst upp en sögutími skáldsögunnar er fjórði og fimmti áratugur síðustu aldar og segir þar frá lífi og störfum lítillar fjölskyldu í skugga stríðs og kreppunnar miklu. 

Hansdætur er önnur skáldsaga Bennýar Sifjar en hún hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2018 fyrir fyrri skáldsögu sína Grímu, sem kom út sama ár. Benný hefur einnig skrifað barnabækurnar Jólasveinarannsóknin og Álfarannsóknin. 
Hansdætur er áhrifamikil örlagasaga úr íslenskum veruleika og segir frá harðgerðum konum og viðkvæmum sálum og hlaut bókin strax mikið lof gagnrýnenda.

Verið öll velkomin, sóttvarnarreglum er fylgt í hvívetna og ókeypis aðgangur.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veita:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | s. 6912946
 

Bækur og annað efni