Konan sem elskaði fossinn- Sigríður í Brattholti
Konan sem elskaði fossinn- Sigríður í Brattholti

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Staður
Streymi
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Bókakaffi í streymi | Konan sem elskaði fossinn - Sigríður í Brattholti

Mánudagur 16. nóvember 2020

Bókakaffinu verður streymt á Facebook síðu Borgarbókasafnsins - https://www.facebook.com/Borgarbokasafnid/live.

Á Degi íslenskrar tungu kemur Eyrún Ingadóttir rithöfundur og sagnfræðingur í heimsókn á safnið og les uppúr glænýrri bók sinni Konan sem elskaði fossinn – Sigríður i Brattholti.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir spjallar við höfundinn um konuna og eldhugann Sigríði Tómasdóttur í Brattholti sem var frumkvöðull í náttúruvernd á Íslandi. Sigríður vakti þjóðarathygli þegar hún barðist einarðlega gegn virkjun Gullfoss og má með sanni segja að með baráttu sinni hafi margir samtímamenn hennar gert sér grein fyrir því að suma fossa þyrfti að vernda.

Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6250