Fjölbreyttar raddir verða til umræðu á bókakaffi

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla

Bókakaffi | Fjölbreyttar raddir

Miðvikudagur 30. september 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.

Sjá nánar HÉR.

•    Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð
•    Hámarksfjöldi gesta: 40 manns - sjá skráningarform neðst á síðunni
•    Kaffihúsið er opið.

Hvaða hlutverki gegna bókmenntir í pólitísku samhengi og hvaða bækur ættum við að lesa til að öðlast víðari sýn á heiminn?

Í kjölfar Black Lives Matter byltingarinnar jókst sala á bókum sem fjalla um kynþáttafordóma upp úr öllu valdi. En er nóg að lesa bara bók? Og hvaða bók á þá að lesa? Hver er munurinn á fræðibókum í þessu samhengi, ævisögum og skáldsögum höfunda sem tilheyra jaðarhópum? Bókmenntaheimurinn er stéttaskiptur eins og aðrir hlutar samfélagsins. Raddirnar sem fá hljómgrunn eru oft og tíðum einsleitar. Þessi staðreynd, sem vefst ekki fyrir nokkrum manni, virðist engu að síður erfitt að breyta. Hjá hverjum liggur ábyrgðin? Útgefendum eða lesendum, eða liggur vandamálið enn dýpra í viðjum samfélagsins?

Á bókakaffinu Fjölbreyttar raddir ræða Chanel Björk Sturludóttir, Jelena Ćirić og Mars Proppé um bókmenntir í pólitísku samhengi.

Sjá viðburð á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni