leshringur
leshringur

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Leshringur í Spöng

Mánudagur 17. febrúar 2020

Þriðja mánudag í mánuði hittist leshringurinn í Spönginni og spjallar um bækur.
Leshringur hóf göngu sína í janúar 2015.
Að jafnaði er ein bók tekin fyrir á mánuði (skáldsaga eða ævisaga) og einstaka sinnum einnig ljóðabók að eigin vali.
Leshringurinn starfar frá og með september til og með maí.
Einnig lesa allir þátttakendur sömu tvær bækurnar yfir sumartímann og er fjallað um þær á fyrsta fundi haustsins.

Dagskrá vorið 2020:
20. janúar: Jólabækurnar
17. febrúar: Kláði eftir Fríðu Ísberg og Keisaramörgæsirnar eftir Þórdísi Helgadóttir
16. mars: Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson
20. apríl
18. maí

Vinsamlegast athugið að það er orðið fullbókað í leshringinn.

Nánari upplýsingar:
Herdís Þórisdóttir, deildarbókavörður
herdis.thorisdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni