Skemmtileg dagskrá | Vetrarfrí 17.-20. febrúar

Hvað ætlar fjölskyldan þín að gera í Vetrarfríinu?

Spennandi dagskrá í boði á sjö bókasöfnum í borginni! Það er ýmislegt um að vera fyrir alla aldurshópa í bókasöfnum borgarinnar eins og jafnan í Vetrarfríinu í febrúar.

Yngstu kynslóðinni er boðið upp á bingó, bíó, vetrarperl, skuggaleikhús og bolluvandagerð. Börn á aldrinum 8-12 ára, sem hafa áhuga á skapa nýja heima í Minecraft, geta skellt sér í smiðju og söngelskir krakkar og unglingar eiga kost á því að skrá sig í smiðjur Söngsteypunnar en þar verður sungið, samin tónlist og demó tekið upp í nýju hljóðveri safnsins. Kvikmyndaáhugafólki á aldrinum 10-16 ára er boðið í smiðju í handritagerð til að undirbúa þátttöku í Siljunni, árlegri myndbandakeppni Barnabókasetur Íslands.

Rúsínan í pylsuendanum er svo sýningin og ratleikurinn Þín eigin bókasafnsráðgáta sem engin fjölskylda má láta framhjá sér fara. Þar má velja á milli þess að leysa Ævintýraráðgátu, Vísindaráðgátu eða Hrollvekjuráðgátu


Smelltu hér til að skoða heildardagskrá Borgarbókasafnsins 

Smelltu hér til að skoða allt sem er í boði á menningarstofnunum og frístundaheimilum borgarinnar.