• Tímaritsgrein

Áhrif hljóðörvunar á hljóðnæmi einstaklinga : eyrnatappar eða hljóðörvun þegar hljóð frá umhverfinu virka óþægileg?

Í þessari grein ætla ég að skrifa um reynslu mína í starfi sem heyrnarfræðingur. Ég hef sérhæft mig í að vinna með hljóðnæmi (hyperacusis) og tinnitus, og síðustu 3 ár unnið að þróunarverkefni, þar sem ég vinn markvisst að því að örva heyrnarkerfið hjá fólki sem þjáist af hljóðnæmi. Þróunarverkefnið er unnið í tengslum við hljóðnæmi eftir heilahristing, en auk þess hef ég margra ára reynslu í að nota sömu aðferð þegar ég vinn með fólki sem þjáist af hljóðnæmi af öðrum ástæðum. Það hefur löngum tíðkast að mæla með eyrnatöppum eða heyrnarhlífum gegn hljóðnæmi, en í þessari grein ætla ég að segja frá reynslu minni af því að örva heyrnarkerfið í stað þess að verja það gegn hljóðum.
Gefa einkunn