Gerð er grein fyrir borun rannsóknarhola á Laugalandi á Þelamörk á árunum 1998 til 2000. Boraðar voru þrjár 300-400 m djúpar rannsóknarholur, LÞ-12, 13 og 16 í þeim tilgangi að afmarka vetur en áður uppstreymið sem fæðir laugarnar við bakka Hörgár, og einnig holu LÞN-11, vinnsluholuna á svæðinu. Í framhaldi af borun þessara 3ja holna var ákveðið að bora eina djúpa rannsóknarholu í viðbót LÞ-17, og hefur þegar verið gerð grein fyrir borun hennar.