Skýrslan fjallar um gerð rennslislykla nr. 4, 5 og 6 fyrir vhm 254 í Kelduá, ofan Grjótár. Síritandi mælir V254 hóf ritun þann 5. maí 1991 á hægri bakka árinnar. Þann 13. október 1998 var nýr mælir V454 settur upp á vinstri bakkanum í hæðarkerfi gamla mælisins. Í framhaldi af því var sá gamli fjarlægður. Við lykilgerðina voru notaðar mælingar frá báðum mælistöðum og gildir því rennslislykill nr. 4 frá upphafi ritunar við vhm 254 til 31. desember 1994. Rennslislykill nr. 5 gildir frá 1. janúar 1995 til 31. desember 2001 og lykill nr. 6 tekur gildi 1. janúar 2002.