Í skýrslunni er fjallað um grunnvatnshæð vatnsársins 2003/2004 í þrettán borholum á Suðurnesjum vegna eftirlits með vatnstöku Hitaveitu Suðurnesja og um hita og leiðni í tveimur holum. Þar til 1997 voru síritandi A. Ott-mælir í holum HS en þá voru þrýstinemar og stafræn skráningartæki settí staðinn. Frá 1991 var mælt í fjórum holum fyrir fyrrum Vatnsveitu Suðurnesja með þrýstinemum og stafrænum skráningartækjum. Kerfið var aukið um fimm mæla, fækkað um tvo og farið að hita- og leiðnimæla í tveimur holum. Gögn úr Campbell-tækjunum eru vistuð í gagnabanka VM. Gerðar eru skrár með daglegri vatnshæð að miðnætti og síðan er leiðrétt fyrir landsigi sem mælst hefur umhverfis Svartsengi. Birt eru línurit með daglegri vatnshæð að miðnætti í m y. s. ásamt skarvegnum meðaldagsgildaferli og línurit með daglegum meðalvatnshita og -rafleiðni.