
Í skýrslunni er gerð grein fyrir kortlagningu berggrunns og jarðgrunns á hluta Skaftár í framhaldi af fyrri kortlagningu á svæðinu. Verkið er liður í rannsóknum vega fyrirhugaðrar stíflugerðar við Skaftá og veitu Skaftár í Langasjó og þaðan yfir í Tungnaá. Skýrslunni er skipt í tvo hluta, annan um berggrunn og hinn um jarðgrunn.