Röð
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
Höfundur barðist í pólska hernum gegn innrás Þjóðverja. Í leikritum Shakespeares fann hann magnaðar hliðstæður og lýsingar á alræðisríkjum síns tíma. Hamlet, Óþelló og Lér konungur eru rannsökuð og greind af krafti og sköpunargleði. Þetta stórmerkilega rit birtist í þýðingu eins mikilvirkasta þýðanda okkar. Helgi Hálfdanarson þýddi öll leikrit Shakespeares og þessi þýðing sýnir að hann er maður sem er gjörkunnur heimi leikskáldsins. (Heimild: Bókatíðindi)