• Bók

Konungur norðursins : harmsaga Ilkka Hampurilainen. 1

Ilkka Hämälainen vinnur við ræstingar í farþegaferjum í Helsinki. Hann er tæplega þrítugur, feitur, þunglyndur og einmana og þrátt fyrir hálfvolga jógaiðkun og regluleg skot í afgreiðslustúlkum bendir ekkert til annars en að hann hafi lifað sitt fegursta. En þegar hann ákveður eitt kvöldið að lokinni vaktinni að verða eftir í ferjunni og drekka sig fullan tekst honum óafvitandi að slaga inn í árþúsunda gamla atburðarás. Í myndrænni og magnaðri sögu leikur höfundur sér með ævafornar goðsagnir, fléttar listilega saman fornnorrænan edduarf, finnskar þjóðsagnir úr Kalevala, samískan galdur og veruleika hins vestræna nútímamanns. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn