Stefna um uppbyggingu safnkosts

Við uppbyggingu safnkosts Borgarbókasafns Reykjavíkur er leitast við að hún sé í samræmi við hlutverk þess, stefnur og önnur viðmið eins og slíkt birtist hverju sinni. Safnið er upplýsinga- og menningarstofnun sem starfar í samræmi við gildandi lög um bókasöfn svo og önnur lög, reglugerðir og samþykktir sem lesa má nánar um hér: Hlutverk, leiðarljós og markmið Borgarbókasafns.

Borgarbókasafn markar sér stefnu á sviði uppbyggingu safnkosts til þess að gera notendum, starfsfólki og borgaryfirvöldum grein fyrir hver safnkosturinn er og hvers má vænta um framtíðarþróun hans. Stefnunni er ætlað að styðja uppbyggingu og viðhald safnefnis og styrkja stofnunina til að sinna hlutverki sínu og ná settum markmiðum. Hún tryggir festu og aðhald í starfsháttum auk þess að mynda grunn fjárhagsáætlunargerðar og forgangsröðun verkefna. Stefnunni er ætlað að styrkja safnið við að gera nauðsynleg gögn aðgengileg notendum og viðhalda safnkosti í samræmi við eftirspurn og þarfir notenda. Stefnan á að koma í veg fyrir hlutdrægni í uppbyggingu safnkosts og með henni er ljóst hverjir hafa umsjón og eftirlit með vexti og viðhaldi safnkostsins. 

Stefna um uppbyggingu safnkosts frá árinu 2020