Stefna og aðgerðaáætlun Borgarbókasafnsins 2025-2028

Stefna Borgarbókasafnsins 2025-2028 - forsíðumynd

Miðpunktur mannlífs í hverfunum er yfirskrift stefnu Borgarbókasafnsins 2025-2028. Stefnan er unnin í samvinnu við starfsfólk, notendur bókasafna og hagaðila. Við vinnuna var horft til menningar- og þjónustustefnu borgarinnar og metnaðarfullar stefnur stærri bókasafna um allan heim notaðar til hliðsjónar.

Hér fyrir neðan má fletta í stefnunni, eða smelltu hér til þess að sækja stefnuna á PDF-formi.

Gildin okkar eru:

FAGMENNSKA  |  VIRÐING  |  MENNING  |  AÐGENGI

Þau endurspegla fyrir hvað við stöndum sem skipulagsheild. Þau eru starfsfólki innblástur og leiðarljós í framlínustörfum og upplýsingamiðlun. Þau eru lykilsteinar í brúarsmíð þekkingar og hugmynda fólks, starfsfólks jafnt sem notenda.

Áherslur okkar eru:

  1. Leiða samtal, uppbyggingu, þróun og nýsköpun
  2. Efla lestur, læsi, miðlun, tengsl og samstarf
  3. Deila þekkingu, upplýsingum, rými og hlutum
  4. Jafna aðstöðu, aðgengi, tækifæri og þátttöku